"Leita­i Šttingjanna ß ═slandi"

Leslie Earl Boyd, BandarÝkjama­ur sem kominn er af Vestur-═slendingum, heimsˇtti Odd Helgason hjß ORG ŠttfrŠ­i■jˇnustunni Ý gŠr ■ar sem Oddur lÚt hann hafa upplřsingar um alla Ýslenska forfe­ur hans og Šttingja sÝna ß landinu.

Þegar blaðamaður kom á staðinn hafði þeim Oddi og Leslie ekki farið ýkja margt á milli, en þeim hafði samt sem áður tekist að leita sér upplýsinga í gagnagrunni Odds, sem haldið er utan um með Espólín-forriti Friðriks Skúlasonar.
Leslie, sem býr í Markerville í Bandaríkjunum, heimsækir Ísland í annað sinn, en hann kom einnig hingað árið 2001, þá í frí með fjölskyldu sinni. Í þetta sinn kom hann einn til landsins, gagngert til að rannsaka tengsl sín við Ísland og Íslendinga. Hann hefur nú haft samband við nokkra ættingja sína hérlendis sem hann segir hafa tekið sér opnum örmum. Leslie var bent á að hafa samband við Odd, þar sem Oddur segir sjálfur að ættfræðiþjónusta hans sé sú umfangsmesta á landinu. „Þetta er eina ættfræðiþjónustan á landinu sem er með upplýsingar um erlenda afkomendur Íslendinga,“ segir Oddur.
Hann segist fá fjöldan allan af upplýsingum um afkomendur Íslendinga alls staðar að úr heiminum, sem hann safnar síðan í sinn mikla gagnagrunn. Síðast í gærmorgun fékk hann ábendingu póstleiðis og var ekki lengi að færa þær upplýsingar til bókar.
Grunnur Odds spannar hvorki meira né minna en tuttugu aldir, allt aftur til ævafornra Tyrkjakonunga, ólíkt til að mynda grunni Íslendingabókar sem einungis nær aftur til landnáms. Hann segir alla landsmenn, og fleiri til, þjóna sér og sínum rannsóknum. „Þetta er fjölmennasti vinnustaður landsins. Samt er enginn ráðinn, enginn rekinn, engir starfslokasamningar og það er enginn á launum.“

Stígur Helgason
Fréttablaðið 28. júlí 2006

Til baka í greinasafn