Veist þú betur?

Mikilvægt er að þau gögn sem skráð eru séu rétt. Í ættfræðivinnu er stuðst við skrifaðar heimildir, bæði kirkjubækur, blaðagreinar og ættartölur sem gefnar hafa verið út. Þó rétt sé vitnað í heimild, kann heimildin að vera röng. Veist þú betur??.

Það er okkur hjá ORG afar mikilvægt að skrá rétt. Fyrir kemur að prentvillur slæðast inn í prentaðar heimildir sem við notum. Okkur þætti því gríðarlegur fengur að því að þeir áhugamenn um ættfræði, ættingjar og aðrir sem vita af slíkum villum í heimildum, sendi okkur línu og bendi á villurnar og leiðrétti þær.
Það er hægt að senda okkur línu;
ORG-ættfræðiþjónusta, Húsi ÍTR við Skeljanes, 107 Reykjavík,
tala við okkur eða senda fax í 551 4440
og það sem einfaldast er, senda tölvupóst í org@simnet.is